Haldið verður námskeið í skýrsluhaldsforritinu fjarvis.is miðvikudaginn 22. júní næstkomandi kl. 10-17 í grunnskólanum á Blönduósi.
Þátttakendur koma með eigin gögn og vinna með þau á námskeiðinu. Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu möguleika forritsins og einnig verður leiðbeint um hagnýtingu excel töflureiknis með forritinu. Tölvur verða á staðnum svo ekki þarf að taka þær með.
Námskeiðsgjald er 14.000 kr. en námskeiðið er styrkhæft af Starfsmenntasjóði BÍ sem endurgreiðir að mestu námskeiðsgjaldið. Hádegismatur og kaffi er innifalið.
Tekið er við skráningum á rhs@bondi.is eða í síma 451-2602.