Í 9. tölublaði bændablaðsins birtist auglýsing um námskeið fyrir nýja þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Þar kemur fram að eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu er að hafa sótt sérstakt námskeið sem Framkvæmdanefnd um búvörusamninga sér um að séu haldin. Fyrirhugað er að halda 2-3 slík námskeið á landinu á tímabilinu 19. til 22. júní. Staðsetning námskeiðanna fer eftir því hvaðan væntanlegir þátttakendur koma.
Námskeiðin eru ætluð þeim bændum sem hafa hug á að gerast þátttakendur og hafa ekki sótt námskeið áður. Einnig fyrir nýja ábúendur jarða sem eru að hefja sauðfjárbúskap eða ætla sér að gera það síðar á þessu ári.
Þeir sem hafa hug á að sækja þessi námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku fyrir 1. júní n.k.