Metþátttaka var í sauðfjársæðingum á svæðinu

Sæddar voru alls 3.756 ær sem er aukning frá fyrri árum. Árið 2006 voru sæddar 3.593 ær sem var svipaður fjöldi og árið áður. Nýtingin á pöntuðu sæði minnkaði þó töluvert á milli ára. Heildarnýtingin var 96% árið 2006 en var 87% í ár.

Langmest var pantað úr Rafti eða alls 911 skammtar. Þó voru engan veginn sæddar svo margar ær vegna skorts á sæði suma dagana. Aðrir vinsælir hyrndir hrútar voru Papi, Þráður, Bifur, Dropi og Gráni.

Í kollóttu hrútunum var mest pantað úr Örvari eða alls 521 skammt. Eldur og Svanur voru einnig vinsælir.

Spennandi verður að sjá á komandi hausti útkomuna eftir sæðingarnar. Miðað við hrútakostinn sem var notaður ætti að finnast mikið af efnilegum hrútsefnum víða á svæðinu.

KÓE

Posted in BHS