Lokaskiladagur á sauðfjárskýrslum er 1. febrúar

Haustskýrslunni fyrir árið 2011 ber að skila í síðasta lagi 1. febrúar næstkomandi, annars er hætta á að vikomandi bú falli úr gæðastýringunni.

– Þeir sem eru í netskilum þurfa að loknum öllum færslum að smella á „Skil að hausti“ sem er neðarlega á gulu stikunni hægra megin.
– Þeir sem eru með fjárbækur þurfa að koma þeim á skrifstofuna til okkar hjá BHS eða senda beint suður á: Bændasamtök Íslands, b.t. Eyjólfur Ingvi, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík.

Athugið að muna eftir að gera grein fyrir afdrifum áa sem var slátrað eða fórust/vantar á heimtur á árinu, svo þær séu ekki að þvælast fyrir í gulu bókinni næsta vor.

Ef einhvern vantar aðstoð við vinnslur í fjarvis.is er velkomið að hringja í Önnu Möggu eða Kristján í síma 451-2602.

Posted in BHS