Þeir sem hyggjast kaupa líflömb skulu sækja um það til Matvælastofnunar fyrir 1. júlí rafrænt á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is. Þeir sem ekki treysta sér til að sækja sjálfir um rafrænt, geta haft samband við okkur hjá BHS. Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 1. ágúst eða hafnar umsókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði reglugerðarinnar.
Listi yfir þá sem fengið hafa leyfi til sölu á líflömbum er sömuleiðis á heimasíðu Matvælastofnunar.