Landgreiðslur og jarðabætur – umsóknafrestur til 20. október

Minni á að umsóknarfrestur til að sækja um styrki vegna jarðabóta og landgreiðslna rennur út 20. október sem er nk. föstudag.

Til að sækja um styrki vegna jarðabóta og landgreiðslur þurfa upplýsingar um endurræktun og uppskeru að vera skráðar inn í jörð.is og skýrslu um það skilað.

Sótt er um á Bændatorginu.

Nánari leiðbeiningar um þau skref sem fara þarf í gegnum má finna með því að smella hér.

Þeir sem ekki eru með aðgang að jörð.is geta fengið aðstoð hjá starfsfólki RML við skráningu á ræktun og uppskeru einnig umsóknarferli.

Mikilvægast er að allir séu með túnkort sem hnitsett er á kortagrunn BÍ. Ef eitthvað vantar upp á þar, þarf að hafa samband við Önnu Möggu hjá BHS. Athugið að það tekur sólarhring fyrir spildur sem teiknaðar eru, að færast yfir í jörð.is svo síðasti séns til að teikna inn breytingar er á fimmtudaginn 19. október.

Posted in BHS