Lambaskoðunin í haust

Lambaskoðun verður unnin með svipuðum hætti og undanfarin ár. Gjaldtaka verður samræmd á öllu svæðinu og verður tímagjaldið 3.000 kr./klst/ráðunaut án vsk. Mikilvægt er að lömb og vinnuaðstaða séu tilbúin og nægur liðsafli, svo þessi þjónusta verði sem ódýrust.

Hallfríður Ólafsdóttir frá Víðidalstungu mun vera með okkur í lambaskoðunum í haust. Hún hefur m.a. starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og er núna í framhaldsnámi í búfjárrækt. Eins mun hún Svanborg verða okkur innar handar í haust eins og verið hefur.

Panta þarf ómskoðun með nokkrum fyrirvara til að hægt sé að skipuleggja vertíðina vel. Því fyrr sem bændur panta því meiri líkur eru á að hægt sé að verða við óskum þeirra um tíma. Til að auðvelda skipulagningu er gott að bændur séu búnir að gera sér nokkurn veginn í hugarlund hvað þeir ætla að láta skoða mikinn fjölda áður en þeir panta skoðun. Hægt er að panta símleiðis og eins með því að senda tölvupóst á rhs@bondi.is. Ath! Á heimsíðu búnaðarsambandsins verður dagatal ómskoðunar uppfært reglulega sem getur vonandi hjálpað bændum við að finna tíma sem þeim hentar. KÓE

Posted in BHS