Kynningarfundir fyrir stöðvarhrútana

Haldnir verða kynningarfundir á hrútum sæðingastöðvanna á eftirtöldum stöðum:

Sun. 20. nóv. Sævangi kl. 13:00
Mán. 21. nóv. Víðihlíð kl. 13:00

Eyjólfur Ingvi Bjarnason sem leysir Jón Viðar af tímabundið kynnir hrútakost stöðvanna og fer yfir kynbótastarfið í sauðfjárræktinni.

Hrútaskráin verður komin þá og verður dreift á fundunum. Allir áhugasamir sauðfjárræktendur hvattir til að mæta!!!

Kaffi selt á staðnum.

Posted in BHS