Kynbótasýningar á norður- og vesturlandi

Hver sýning er sett á ákveðna viku en síðan þarf að ákveða hvaða dagar verða valdir innan vikunnar.

16.5 – 20.5 Eyjafjörður
23.5 – 27.5 Hvammstangi
30.5 – 3.6 Vindheimamelar
06.6 – 10.6 Eyjafjörður
06.6 – 10.6 Borgarfjörður
27.6 – 03.7 Landsmót á Vindheimamelum
15.8 – 19.8 Hvammstangi / Blönduós
15.8 – 19.8 Borgarfjörður
22.8 – 26.8 Vindheimamelar

Minnum á reglur um kynbótasýningar:

1. Öll hross sem koma til kynbótadóms verða að vera grunnskráð og örmerkt.
2. Allir stóðhestar þurfa að vera DNA-greindir svo og báðir foreldrar þeirra.
3. Úr öllum stóðhestum 5 vetra og eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni við komu til dóms og teknar röntgenmyndir af hæklum og niðurstöður skráðar í WF.
4. Hófar mega að hámarki vera 9,5 cm langir ef hæð á herðar mælist 137-144 cm. Ef hestur er lægri en 137 cm er hámarkslengd hófa 9,0 cm en ef hestur er hærri en 144 cm er hámarkslengd 10,0 cm.
Ekki má muna meira en 2 cm á lengd fram- og afturhófa.
Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm. Sama breidd skal vera á fram- og afturfótaskeifum en mest má muna 2mm í þykkt. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni.

Í vor mun verða strangt eftirlit með þessum reglum og verður ekki hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema öll atriði séu í lagi. Mæti hross á sýningarstað og eitthvað af upplýsingum vantar, verður þeim vísað frá sýningunni. Sýningargjald er 15.000 kr fyrir fullnaðardóm en 10.500 kr fyrir annað hvort hæfileika eða byggingu.

Posted in BHS