Kynbótasýning á Blönduósi 6. og 7. maí 2010

Vegna hættu á útbreiðslu á veirusýkingu í hrossum hefur verið ákveðið að halda kynbótasýningu á Blönduósi fimmtudaginn 6. maí og yfirlitssýningu að morgni föstudags 7. maí. Ef skráningar gefa tilefni til verður miðvikudegi 5. maí bætt við.
Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu rhs@bondi.is eða í síma 451-2602 / 895-4365.
Síðasti skráningardagur er mánudagur 3. maí.
Sýningargjald er 14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið rhs@bondi.is með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða.
Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.
Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is

Posted in BHS