Krufning á lömbum

Sigurður Sigurðarson dýralæknir verður á ferðinni (um Húnavatnssýslur og Strandir) nú um mánaðarmótin. Hann er þá tilbúinn að kryfja lömb fyrir bændur. Þetta ætti að vera hentugt fyrir bændur sem hafa áhuga á að láta rannsaka lömb hjá sér en þurfa ekki á bráðarannsókn að halda.

Það sem þarf að gera er að kæla lömbin strax niður með ís en þannig eiga þau að geta geymst í um 2 vikur án þess að það hafi áhrif á niðurstöðu krufningar. Sigurður vildi láta safna lömbunum saman þannig að best er þá að bændur hafi samband við sinn héraðsdýralækni sem mun þá halda utan um það. Eins geta bændur látið okkur á búnaðarsambandinu vita af lömbum hjá sér.

Hvaða daga nákvæmlega Sigurður verður á ferðinni er ekki komið í ljós ennþá. Aðalatriðið er bara að bændur komi lömbunum strax í kælingu og láti vita af þeim. Með lambi þarf svo að fylgja nafn á bónda og býli og sagan á bak við dauða þess. KÓE

Posted in BHS