Kornrækt – fóðrun og framtíðarhorfur

Haldinn verður fundur um kornrækt í Víðihlíð mánudaginn 22. febrúar kl. 13:00. Rætt verður um framtíðarhorfur í kornrækt í héraðinu og á landsvísu, bygg í fóðri mjólkurkúa og fleira. Á fundinn mæta Jónatan Hermannsson og Grétar Hrafn Harðarson.

Til stendur að bjóða kornbændum á svæðinu upp á að mæla þurrefni í byggi gegn vægu gjaldi. Til að hægt verði að fara í það sem fyrst er upplagt að grípa með sér á fundinn lítinn plastpoka með sýni af bygginu sem verið er að gefa þessa dagana og verður þá hægt að láta greina öll sýnin í einu í hagræðingarskyni.

Posted in BHS