Jónsmessuganga 2007

Laugardaginn 23. júní verður árleg Jónsmessuganga á vegum Ferðaþjónustunnar á Hofi. Nú í ár verður gengið á Hnjúkinn í Vatnsdal undir leiðsögn Magnúsar bónda, sem þekkir hverja þúfu og hvern stein, eins vel eða jafnvel betur en handarbakið á sér. Lagt verður af stað frá Hnjúksbænum kl. 21.30 og horft á sólsetrið. Þetta er mjög auðveld ganga og flestum fær, í fallegu umhverfi, úrvals útsýni í allar áttir. Uppi á Hnjúknum verður grillað og trallað. Þátttökugjald (grillmatur innifalinn) er 2.000- kr á mann. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl 22 á föstudag 22/6 á netfangið hof@simnet.is eða í síma 452 4077.

Vinsamlegast látið þetta berast til þeirra sem þið þekkið!

Posted in BHS