Jarðvegsefnagreiningar

Jarðvegssýni gefa mikilvægar upplýsingar um ástand jarðvegsins þ.á.m. sýrustig hans. Ef sýrustigið er of lágt versna vaxtarskilyrði grasanna til muna og ending sáðgresis verður mun styttri. Út frá jarðvegssýnunum er þannig hægt að meta kölkunarþörfina. Jarðvegssýnin gefa líka til kynna forða helstu næringarefna í jarðveginum og eru þannig leiðbeinandi um hvort þörf sé á að breyta áburðartegund svo og hvort þurfi að auka eða megi minnka áburðarmagn á komandi sumri.

Frá árinu 2004 hefur verið farið eftir föstu kerfi í jarðvegssýnatöku á svæðinu með það að markmiði að hafa sýnatökuna markvissari. Hverri sýslu hefur verið skipt í fjögur svæði þannig að regluleg sýnataka verður á hverju svæði fjórða hvert ár.

Jarðvegssýnatöku næstu ára verður hagað samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

Ár Austur-Hún Vestur-Hún Strandir
2006 Svínav.hr./Bóls.hr. Hrútafjörður Broddaneshreppur
2007 Áshr./Sveinsstaðahr. Vatnsnes/Vesturhóp Bæjarhreppur
2008 Skagabyggð Miðfjörður Árneshr./Kaldrana.hr.
2009 Engihl.hr./Torfal.hr Víðidalur Nauteyrarhr./Kirkjub.hr.

Að sjálfsögðu verða áfram tekin sýni á þeim bæjum sem það vilja. Verð á sýni haustið 2006 er 2.776 kr. án vsk. Bændur þurfa að gæta þess að ekki má vera búið að bera búfjáráburð á viðkomandi spildur að hausti áður en sýni eru tekin.