Heysýnataka – hirðingarsýni
Nú á seinni árum hefur færst í vöxt hjá bændum að taka hirðingarsýni af túnunum til að fá glöggva mynd af gæðum vetrarforðans, frekar en að taka heysýni að hausti. Taka hirðingarsýna hefur þann stóra kost að þá fær bóndinn niðurstöður úr efnagreiningunni mun fyrr og þá áður en hann byrjar að gefa heyið. Upplýsingar um heygæðin eru lykill að hagkvæmri fóðrun, gerð fóðrunaráætlana og einnig áburðar- og ræktunaráætlana næsta vor. Margreynt er að kostnaður við greiningu heysýna er aðeins brot af þeim tekjuauka sem upplýsingar um heygæðin geta skilað í vasa bóndans. Á árinu 2006 kostar greining á hverju sýni 3.950 krónur + vsk. Miðað er við að afgreiðsla sýnanna taki ekki meira en 30 daga.
Við þær markaðsaðstæður sem bændur búa við í dag, þar sem vöntun er bæði á mjólk og kjöti, verður að gera þá kröfu til bænda að þeir leiti allra leiða til að fullnægja eftirspurn markaðarins. Með betri heygæðum og þekkingu á þeim er hægt að auka gæði fóðrunar til að ná meiri afurðum eftir skepnurnar. Eins þar sem vandamál er með próteininnihald í mjólk geta heysýni oft hjálpað til við að finna lausnina.
Þeir sem óska eftir að láta taka heysýni úr verkuðu heyi eru beðnir að hafa samband á skrifstofur BHS eða á netfangið rhs@bondi.is.