Íslenska landnámshænan – dagur í hænsnakofanum!

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stendur fyrir námskeiði í hænsnarækt. Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga íslenskar hænur eða vilja hefja ræktun á þeim. Námskeiðið nýtist einnig vel ræktendum annarra hænsnfugla. Á námskeiðinu verður farið í alla helstu þætti sem mikilvægir eru fólki sem vill hefja ræktun á hænsnfuglum eða bæta þá ræktun sem fyrir er. Farið verður í þætti eins og útungun, ungaeldi, atferli/ræktun, fóðrun, aðbúnað og daglega umhirðu.

Drög að dagskrá:
1. Eggin (varp,útlit, styrkur, þroski).
2. Útungun (vélar/hænur, aðbúnaður,umhirða, skyggning).
3. Ungaeldi (heilbrigði, þrif, fóðrun, atferli, kyngreining).
4. Kjúklingar/hænur – blöndun hæsnanna (um atferli fuglanna, samsetningu, byrjun varps).
5. Húsakostur (hvað þarf stór pláss, hvernig útbúið).
6. Aðbúnaður og umhirða (þrif, “heilsugæsla”).
7. Fóðrun.
8. Líffræði hænunnar / framleiðni.
9. Útivist/búr.

Leiðbeinendur: Jóhanna G. Harðardóttir, Hlésey formaður Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna og Júlíus Baldursson, Tjörn Vatnsnesi, bóndi og ræktandi landnámshænsna.
Staður og stund: Fim. 18. sept. kl. 10:00-16:30 (8 kennslustundir) á Hvanneyri
Verð: 14.200.- kr.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2200kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 8435302/ 433 5000.
Starfsmenntasjóður bænda veitir styrki, gegn umsóknum, til endurmenntunar starfandi bænda (www.bondi.is)

Posted in BHS