Nú hafa allir sláturleyfishafar gefið út verðskrár fyrir haustið. Hjá einhverjum sláturleyfishöfum eiga þær eflaust eftir að breytast eitthvað lítillega þegar líður á vikuna. Þó er ljóst að afurðaverðið nær ekki þeim viðmiðunarverðum sem Landssamtök sauðfjárbænda settu fram nú í vor. Það eru viss vonbrigði, sér í lagi vegna mikillar söluaukningar á dilkakjöti sem nú var í sumar og mikillar hækkunar á rekstrarkostnaði búanna.
Hér fyrir neðan er smá hugleiðing um afurðaverð o.fl. sem bændur geta vonandi nýtt sér til að ná sem mestum tekjum eftir sláturlömbin nú í haust. KÓE
Lágt afurðaverð – hærri gæðastýringargreiðslur – hvað gera bændur nú ?