Hrútafjör!

Farið verður í hrútakaupaleiðangur norður á Raufarhöfn laugardaginn 30. sept. næstkomandi. Þar verða samankomnir lambhrútar frá um 20 bæjum úr Öxarfirði, Sléttu og Þistilfirði.

Farið verður á einkabílum og væntanlega einhverjir með kerrur með sér. Hægt verður hvort heldur sem er að fara á föstudagskvöld og gista í bændagistingu hjá Skúla og Bjarnveigu á Ytra-Álandi í Þistilfirði eða keyra eldsnemma á laugardagsmorguninn. Hrútaveislan sjálf verður í Faxahöllinni á Raufarhöfn og hefst kl. 12:00.

Stefnt er að heimferð á laugardagskvöld en allir möguleikar samt opnir í þeim efnum, ef menn vilja gista aðra nótt og skoða sig betur um á svæðinu. Hrútarnir verða sprautaðir á laugardeginum svo hægt sé að flytja þá heim strax.

Allir velkomnir með, gerum úr þessu góða ferð og skoðum fallegt fé í öðrum landshluta. Áhugasamir hafi samband við RHS sem fyrst.

FSAH og RHS

Posted in BHS