Ráðunautaþjónustan sér um allt skýrsluhald í hrossarækt á starfssvæði sínu. Þátttaka á svæðinu í skýrsluhaldi hrossaræktarinnar fer stöðugt vaxandi. Hrossaeigendur eru nú almennt meðvitaðir um að þeim ber að einstaklingsmerkja öll ásetningsfolöld og í framhaldi af því er Worldfengur gagnabanki BÍ einfaldasta leiðin til að halda utan um allt hrossahald hjá viðkomandi. Nokkuð er um að hrossabændur sem aðallega eru í kjötframleiðslu og blóðtöku geri átak í að skrá allar sínar merar inn í Worldfeng en þegar það er búið er auðvelt að halda utan um ásetning og afsetningu gripa.
Önnur verkefni í hrossaræktinni tengjast kynbótasýningum og ýmsum uppákomum og miðlun fróðleiks.