Búnaðarsambandið hefur ákveðið að standa fyrir hópferð bænda af okkar svæði á Landbúnaðarsýninguna á Hellu – laugardaginn 23. ágúst – ef áhugi er fyrir hendi.
Áætlað er að leggja af stað frá Blönduósi og Hólmavík kl 9 á laugardagsmorgni, koma á Hellu upp úr hádegi og eyða deginum á sýningarsvæðinu. Um kvöldið verður tekið þátt í kvöldvöku og áætlað er að halda heim á leið um kl 23.
Búnaðarsambandið mun greiða kostnað við rútuferðina en þátttakendur greiða sjálfir eigið uppihald í mat og drykk.
Dagskrá sýningarinnar er fjölbreytt og á laugardeginum er m.a. smalahundasýning, kálfasýning, sveitafittness, skeifnasmíði, töltkeppni, keppni í jurtagreiningu og dráttarvélaakstri ofl.
Þá verða á svæðinu allir helstu innflytjendur véla og tækja fyrir landbúnaðinn.
Á kvöldvökunni sem hefst kl 20 eru m.a. Álftagerðisbræður, Guðni Ágústsson ofl. en kynnir er Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og um brekkusönginn sér Árni Johnsen.
Nánari upplýsingar um sýninguna og dagskrá hennar má sjá á netinu á landbunadarsyning.is
Tekið er við skráningum í ferðina á skrifstofunni á Blönduósi mánudaginn 18. ágúst í síma 451-2602.
Einnig má og er enn betra að senda skráningar í tölvupósti á rhs@bondi.is
Skráningar þurfa að berast okkur í síðasta lagi á mánudagskvöld 18. ágúst