Heysýnataka

Mikil vakning hefur orðið í sumar á heysýnatöku og er það vel. Við munum verða á ferðinni með heysýnaborinn í næstu viku (5.-9. september) ef einhverjir hafa gleymt að taka hirðingarsýni eða hafa viljað fá sýni úr verkuðu fóðri. Við þurfum því að fá að vita af þeim sem vilja láta taka hjá sér sýni ekki seinna en á mánudag 5. september svo hægt sé að skipuleggja ferðir okkar.

Verð fyrir hefðbundnar mælingar (með steinefnum) kr. 5.300, á hvert sýni án vsk
Verð án steinefna kr. 2.900, á hvert sýni án vsk
Viðbót fyrir NorFór kerfið (aska, sCP, NDF og iNDF kr. 1.500, á hvert sýni án vsk
(Norfórgreining með steinefnum kr. 6.800 á sýni án vsk)

Áætlaður tími frá því sýnin koma í hús hjá LbhÍ þar til niðurstöður fást er 30 dagar.

Þeir bændur sem ætla að láta gera fyrir sig fóðuráætlun í NorFor gætu þurft að bíða eitthvað lengur því gerjun í heyinu þarf að vera búin að eiga sér stað og er þá talað um 4-6 vikum eftir að heyinu var pakkað inn. Gott væri samt að fá að vita af þessum bæjum svo hægt sé að taka sýni um leið og sá tími er liðinn.

Styrkir til efnagreininga
Samþykkt var tillaga á síðasta aðalfundi BHS um að veittir yrðu styrkir úr Þróunarsjóði BHS til hey- og jarðvegssýnatöku. Ákveðið var að ef bóndi lætur efnagreina 3 eða fleiri heysýni eða 3 eða fleiri jarðvegssýni þá styrki Þróunarsjóðurinn viðkomandi bónda um 5.000 kr. sem greitt verður skv. yfirliti frá rannsóknarstofu. Einnig fær bóndi þá gerða fyrir sig áburðaráætlun hjá BHS næsta vetur án gjaldtöku. Einhver búnaðarfélög ætla auk þess að styrkja enn frekar sýnatökur sinna félagsmanna. Skorar stjórn Þróunarsjóðs BHS á fleiri aðildarfélög að hvetja sína félagsmenn til að taka hey og/eða jarðvegssýni og veita þeim fjárhagslegan stuðning við það ef mögulegt er.

Posted in BHS