Heyskapur er hafinn í Húnavatnssýslum

Bændur eru farnir að slá í Húnavatnssýslum og ljóst er að þeir bændur sem nýttu þurrkdagana um og fyrir liðna helgi hafa náð úrvalsgóðum heyjum og sérlega orkuríkum.

Á mánudaginn síðastliðinn voru að venju tekin grassýni víða á landinu. M.a. voru tekin sýni í Sauðanesi í A-Hún. Niðurstöður úr þeim mælingum munu birtast á vef bændasamtakanna (bondi.is) á morgun. Forvitnilegt verður að sjá hvernig orku- og próteininnihald grasanna hafa breyst frá síðustu viku. Flest bendir þó til þess að vallarfoxgrasið hjá bændum byrji að skríða um næstu helgi. Því er ekki hægt annað en að leggjast á bæn og biðja um góða þurrkdaga á næstunni svo að hægt verði að ná úrvals heyjum.

Posted in BHS