Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir opnum haustfundum í næsta mánuði eins og áður, en þetta er þriðja árið sem þeir fara fram.
Fundirnir verða haldnir á sjö stöðum á landinu dagana 16.-18. ágúst n.k. Formaður, framkvæmdastjóri og stjórnarmenn í í LS munu þar fjalla um stöðu og horfur innan greinarinnar. Fulltrúi Matvælastofnunar flytur jafnframt erindi um verkefni stofnunarinnar sem tengjast sauðfjárræktinni. Framsögumenn svara síðan fyrirspurnum.
Þriðjudagur. 16 ágúst.
Kl. 12.00 Hótel Eldborg, Laugagerðisskóla, Snæfellsnesi
Kl. 12.00 Kaffi Riis, Hólmavík.
KL. 19.30 Félagsh. Ljósheimar, Skagafirði
Miðvikudagur. 17 ágúst
Kl. 12.00 Kaffistofa Fjallalambs, Kópaskeri
Kl. 19.30 Hótel Staðarborg, Breiðdal
Fimmtudagur. 18 ágúst.
Kl. 12.00 Hótel Laki, Skaftárhreppi.
Kl. 19.30 Þingborg, Flóahreppi
Á fundunum verður boðið upp á kjötsúpu og kaffi. Þar sem Bændablaðið kemur ekki út fyrr en 18. ágúst eruð þið vinsamlegast beðin um að vekja athygli á fundunum, eftir því sem þið hafið tækifæri til, en þeir verða auglýstir þegar nær dregur á samtengdum rásum RÚV.