Greining riðusýna úr Miðfjarðarhólfi

Á aðalfundi BHS í Ásbyrgi þann 21. apríl síðastliðinn varð nokkur umræða um niðurstöður sýna sem tekin eru í sláturhúsi og vitneskju bænda um niðurstöður þeirra. Einnig kom fram á fundinum að sumir bændur höfðu þá þegar fengið niðurstöður úr riðusýnum frá því í haust sendar til sín í pósti, en aðrir ekki.

Í framhaldi af þessum umræðum var haft samband við Matvælastofnun og fengust þá þær upplýsingar að ástæða þess að allir hefðu ekki fengið niðurstöður sendar væri sú að ekki hefði verið fjármagn til að greina öll riðusýnin sem tekin voru. Kom þetta mjög á óvart þar sem því hafði verið lofað m.a. af fyrrverandi landbúnaðarráðherra að fjármagn yrði útvegað í þetta.

Nú er komið í ljós að þetta var misskilningur hjá starfsmanni Matvælastofnunar. Sýni voru tekin í haust úr öllum fullorðnum ám sem slátrað var úr Miðfjarðarhólfi og höfðu einstaklingsmerki í eyra – örfáar ómerktar kindur lenda þarna utan við. Öll þessi sýni voru greind m.t.t. riðu og reyndust öll neikvæð.

Allir bændur á þessu svæði sem létu fullorðið fé í sláturhús í haust eiga nú að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun um niðurstöðurnar. Sé svo ekki ættu þeir að hafa samband við Matvælastofnun í síma 530-4800

Posted in BHS