Aðalfundur BHS samþykkti eftrifarandi gjaldtöku frá 1 maí 2015:
Óbreytt gjaldtaka fyrir kúasæðingar frá fyrra ári:
Gjald fyrir kúasæðingar:
1. Mjólkurframleiðendur sem eru með í afurðaskýrsluhaldi hjá BÍ:
– 1.500 kr hver sæðing hjá fyrsta kálfs kvígu
– 3.200 kr hver sæðing hjá eldri kúm
– 800 kr hver fangskoðun
2. Allir aðrir nautgripabændur 5.000 kr hver sæðing
2. gr.
Vinna fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem eru aðilar að BHS við áætlanagerð, búfjárskoðanir, ráðgjöf, úttektir, matsgerðir, vottorð og ýmsa aðra sérhæfða vinnu kr 5.000, pr. klst-
3. gr.
Vinna fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem ekki eru aðilar að BHS við áætlanagerð, búfjárskoðanir, ráðgjöf, úttektir, matsgerðir, vottorð og ýmsa aðra sérhæfða vinnu kr 8.000, pr klst-
4. gr.
Virðisaukaskattur reiknast aukalega á hverja gjaldtöku, skv. 1-3.gr.
Gjaldtaka þessi styðst við gjaldskrá BHS sem ráðuneyti Landbúnaðarmála hefur samþykkt fyrir BHS og tekur hún gildi 1. Maí 2015 í samræmi við samþykkt aðalfundar BHS 2015
GJALDSKRÁ
Fyrir Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda (BHS). kt 471101-2650
1. gr.
Gjald fyrir kúasæðingar:
1. Mjólkurframleiðendur sem eru með í afurðaskýrsluhaldi hjá BÍ:
– allt að 3.000 kr hver sæðing hjá fyrsta kálfs kvígu
– allt að 5.000 kr hver sæðing hjá eldri kúm
– allt að 2.000 kr hver fangskoðun
2. Allir aðrir nautgripabændur:
– allt að 7.000 kr hver sæðing
– allt að 3.000 kr hver fangskoðun
2. gr.
Vinna fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem eru aðilar að BHS við áætlanagerð, búfjárskoðanir, ráðgjöf, úttektir, matsgerðir, vottorð og ýmsa aðra sérhæfða vinnu allt að kr 8.000, pr. klst-
3. gr.
Vinna fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem ekki eru aðilar að BHS við áætlanagerð, búfjárskoðanir, ráðgjöf, úttektir, matsgerðir, vottorð og ýmsa aðra sérhæfða vinnu allt að kr 12.000, pr klst-
4. gr.
Virðisaukaskattur reiknast aukalega á hverja gjaldtöku, skv. 1-3.gr.
5. gr.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 og að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands og tekur þegar gildi.