Fundir um sauðfjársjúkdóma verða á svæðinu þriðjudaginn 29. apríl


Sigurður Sigurðarson dýralæknir hjá Matvælastofnun boðar til funda um sauðfjársjúkdóma með bændum á N-Austurlandi og Norðurlandi næstu daga. Ráðunautar og héraðsdýralæknar verða einnig á fundunum til aðstoðar.

Dagskrárefni:
Fósturdauði hjá gemlingum
Rannsóknir á lambadauða
Sjúkdómar á sauðburði
Upphaf rannsókna á lungnaveiki
Vinna við útrýmingu á garnaveiki(áætlanir þar sem enn er bólusett)
Annað(uppl. um stöðu riðumála og garnaveiki)

Sýndar verða myndir úr hverjum efnisflokki fyrir sig. Afhent verður fræðsluefni á fundarstöðunum og sauðburðarkverið verður hægt að fá fyrir þá sem þess óska.

Staðsetning funda á Norðvesturlandi verður sem hér segir:

Reiðhöllin Svaðastaðir á Sauðárkróki kl 20:30 mánudaginn 28. apríl
Sjálfstæðissalurinn á Blönduósi kl 14:00 þriðjudaginn 29. apríl
Staðarflöt í Hrútafirði kl 20:30 þriðjudaginn 29. apríl

Allir sauðfjárbændur eru hvattir til að mæta

Posted in BHS