Framkvæmdastjóri óskast

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um starfsemi sambandsins frá 1. mars næstkomandi. Helstu verkefni eru umsjón með daglegum rekstri, nautgripa- og sauðfjársæðingum, jarðabótaúttektum og öðrum þeim verkefnum sem stjórn ákveður.

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf í búvísindum eða hafi lokið sambærilegu námi sem nýtist í starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á félagskerfi bænda, geti unnið sjálfstætt og séu færir í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða hlutastarf en nánari útfærsla á starfinu getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir formaður BHS, Ingvar Björnsson í síma 893 0120 eða á tölvupósti holabaksbuid@gmail.com.

Umsóknafrestur er til 1. janúar 2022. Umsókn um starfið skal fylgja kynning á umsækjanda ásamt starfsferilsskrá.

Posted in BHS