Fyrirhugað er að halda formannafund BHS á Staðarflöt miðvikudaginn 14. nóvember kl 11:00
Á fundinn eru boðaðir formenn búnaðar- og búgreinafélaga og búnaðarþingsfulltrúar á svæði BHS svo og stjórn og starfsmenn BHS
Á aðalfundi BHS síðastliðið vor var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:
“ Aðalfundur Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda haldinn í Ásbyrgi 24. apríl 2007 samþykkir að árlega sé haldinn fundur formanna aðildarfélaga BHS í annarri viku nóvember þar sem mótuð er fagleg stefna BHS í hverri búgrein fyrir sig og hugað að málum til Búnaðarþings. “
Landbúnaðrráðherra mun mæta á fundinn
Nánar auglýst síðar
GR