Nú eiga allir sem eiga búfé og búa á lögbýlum að vera búnir að fá senda forðagæsluskýrslu nema þeir sem afþökkuðu skýrslu á pappír í fyrra. Ef einhvern vantar skýrslu á pappír þá vinsamlega látið okkur vita.
Ef skýrslu er skilað á pappír þarf að koma henni til Búnaðarsambandsins fyrir 20. nóv.
Eins og í fyrra er einnig hægt að skila skýrslu rafrænt á netinu. Er þá farið inn á síðuna www.bustofn.is og smellt á hnappinn island.is Síðan er notaður sami auðkennislykill og hjá ríkisskattstjóra til að komast inn til skráningar. Skráð er bæði búfé og fóður og eru útreikningar sjálfvirkir og þægilegir eftir að viðeigandi valkostir hafa verið fylltir út.
Til að skrá laust fóður þ.e. þurrhey eða vothey er best að setja 1 í reit fyrir „ Fjölda“ og síðan heildarrúmetra í reit fyrir „Stærð“. Auðvelt er að hafa hverja gryfju eða hlöðu fyrir sig og skrá þá í athugasemdir nánari lýsingu. Sama á við um rúlluskráningar – hægt er að hafa hvert tún fyrir sig ef það hentar og skrá þá í athugasemdir um hvaða stykki er að ræða. Ekki þarf að klára alla skráningu í einu því eins og með skattaskýrsluna þá geymist skráningin á milli heimsókna alveg þar til skilað er. Eins er mjög aðvelt að lagfæra og eyða skráningum sem búið er að gera.
Þeir sem hafa skráð alla uppskeru í www.jörð.is geta sótt hana beint með því að smella á tengil inni á bustofn.is.
Athugið að þegar búfé er skráð er ekki víst að bendillinn sjáist í reitnum sem skrá á í – það er engu að síður hægt að skrá fjölda.
Skilum með rafrænum hætti þarf að vera lokið fyrir 10.des
Nánari leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is og eins má hafa samband við BHS ef eitthvað er óljóst varðandi skráningar og skil.