Fóðurgildi og uppskerumagn túna sumarið 2007

Líkt og undanfarin ár verður fylgst með þroska túngrasanna með skipulögðum hætti víða um land í samstarfi við bændur. Nú í sumar verða sýni tekin vikulega á völdum stöðum og send til greiningar samdægurs. Á hverjum stað er annarsvegar tekið sýni af nýræktum og hins vegar af gamalræktuðum túnum. Fyrsta sýnatakan í ár var mánudaginn 11. júní. Nú verður gerð sú nýjung að bæta einnig við uppskerumælingu. Þannig er hægt að áætla heildar fóðureiningamagn túnanna eftir mismunandi sláttutímum. Niðurstöðurnar eiga að birtast jafnóðum á vef Bændasamtakanna (www.bondi.is) undir liðnum jarðrækt/fóðuröflun. Í gær þann 18. júní var sýnataka nr. 2 og eiga niðurstöður úr henni að vera komnar á netið í síðasta lagi á fimmtudag. Hægt er að sjá niðurstöður greininganna með því að að ýta hér.

Posted in BHS