Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár – námskeið 14. febrúar

Farið verður yfir helstu atriði varðandi fóðurþarfir og fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum. Tekið verður mið af núverandi kringumstæðum varðandi kostnað við fóðuröflun og möguleg fóðurkaup.

Staður og stund: Víðihlíð, V-Hún. mán. 14. feb. kl. 11:00 – 17:00 (8 kennslustundir).
Leiðbeinandi: Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingur hjá LbhÍ
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433-5000 – fram komi nafn, kt, heimilisfang, sími og netfang.

Verð: 14.500.- Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.500 kr (óafturkræft) á reikn. 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Starfsmenntasjóður bænda veitir styrki, gegn umsóknum, til endurmenntunar starfandi bænda (www.bondi.is)

Posted in BHS