Fóðrun mjólkurkúa og heilsufar – fræðslufundir

Kúabændur á svæði BHS

Fræðslufundir um fóðrun og heilsufar mjólkurkúa

Fyrirhugað er að halda tvo spjallfundi á starfssvæði BHS um fóðrun og heilsufar mjólkurkúa.

Miðvikudaginn 26. september kl 20:30 í Sjálfsstæðissalnum á Blönduósi

Fimmtudaginn 27. september kl 13:30 í félagsheimilinu Ásbyrgi

Á fundina mætir Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir en hann er tilraunastjóri á tilraunabúinu að Stóra Ármóti og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og sérmenntaður á þessu sviði.

M.a. verður fjallað um fóðrun og meðferð mjólkurkúa að haustinu, fóðrun í geldstöðu og í kringum burðinn, fóðrunarsjúkdóma hjá mjólkurkúm (bráðadoði, súrdoði ofl) og ýmsar nýjar kenningar og hugmyndir sem fram hafa komið á seinni árum varðandi fóðrun og tækni við fóðrun mjólkurkúa.

Mætum öll og rifjum upp og lærum eitthvað nýtt

Posted in BHS