Fjölsóttur fundur um riðu í Miðfjarðarhólfi

Haldinn var fundur í Ásbyrgi á miðvikudaginn síðastliðinn vegna riðutilfellis sem nýverið kom upp í Miðfjarðarhólfi. Mættu Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjársjúkdóma báðir á fundinn og höfðu þar framsögu. Fundarsókn var mikil enda er þetta alvarlegt mál fyrir svæðið og hefur í för með sér miklar breytingar. Fundargerð fundarins má nálgast hér.

Posted in BHS