Fjöldi búfjár á svæðinu veturinn 2006-2007

Nú er skráningum lokið á búfjárfölda á svæðinu eftir talningu nú í vor. Þá getur verið fróðlegt að skoða tölurnar og bera saman við fyrri ár.

Sauðfjárfjöldinn á svæðinu er kominn í 83.482. Það er aukning um 460 kindur á milli ára. Sauðfjáreign í Húnavatnssýslum hefur verið að aukast á meðan fé fækkar á Ströndum. Eftir nokkuð stöðuga fjölgun í Húnavatnssýslum síðustu ár virðist heldur verið að fara að draga úr ásetningi.

 

Samkvæmt talningu voru 4.911 nautgripir á svæðinu þennan veturinn. Það er aukning um 320 gripi á milli ára. Það er jákvæð þróun miðað við síðustu ár.


Hrossum fjölgar enn á svæðinu og teljast nú 10.684 sem er tæplega 150 hrossum fleira en veturinn á undan.

Posted in BHS