Fjöldi búfjár á svæðinu

Uppgjöri er nú lokið eftir talningu á búfé nú í vetur og vor. Það leiðir í ljós að nautgripum hefur fjölgað lítillega á svæðinu á milli ára. Munar þar mestu um að kúnum í V-Hún fjölgar um 64 á milli áranna 2006 og 2007. Mjólkurkýr eru nú alls 1.574 á öllu svæðinu en heildarnautgripafjöldinn er 4.972.

Eftir mikla og stöðuga fjölgun sauðfjár síðustu ár í Austur og Vestur-Hún sést á línuritunum að það er farið að hægja verulega á fjölguninni, sérstaklega á það þó við um Austursýsluna. Umtalsverð fækkun varð á sauðfé á Ströndum sem leiðir til þess að á svæðinu öllu fækkar fé örlítið á milli ára eða um 17 kindur. Þær teljast nú alls 83.465 kindur

285 fleiri hross eru nú talin miðað við árið í fyrra. Þau eru nú orðin alls 10.969.

KÓE

Posted in BHS