Fjögur hross fengu farmiða á landsmót á kynbótasýningunni á Blönduósi

Kynbótasýningin fór fram í blíðskaparveðri á Blönduósi dagana 5. og 6. júní. Alls mættu 57 hross til dóms, þar af voru 10 stóðhestar. Fjögur hross fengu það háar einkunnir að þau fá að mæta til dóms á landsmótinu nú í sumar. Það voru fjögurra vetra stóðhestarnir Tryggvi Geir frá Steinnesi og Penni frá Glæsibæ. Þeir eru báðir undan honum Parker frá Sólheimum. Tryggvi Geir fékk 8,07 í aðaleinkunn og 9 fyrir tölt og vilja og geðslag. Tvær fimm vetra hryssur komust einnig inn á landsmót en það voru þær Líf frá Syðri-Völlum og Sóllilja frá Seljabrekku. Líf er undan Núma frá Þóroddsstöðum en Sóllilja undan Hugin frá Haga.

Dóma eftir yfirlitssýninguna er hægt að nálgast hér fyrir neðan. KÓE

Dómar á kynbótasýningu í Húnaþingi 5.-6. júní 2008

Dómar á kynbótasýningu í Húnaþingi 5.-6. júní 2008

Posted in BHS