Fjárvísnotendur athugið!


Á vef Bændasamtaka Íslands kemur fram að ný uppfærsla á Fjárvísi verði sett á vef Bændasamtakana (undir tölvudeild) þann 30. júní nk. Nokkrar lagfæringar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu. Veigamesta breytingin er vegna skila á vorbók sem þýðir að nauðsynlegt er að uppfæra Fjárvísi með þessari uppfærslu áður en vorbók er skilað til B.Í. Þeir sem þegar hafa skilað inn vorbók eru því vinsamlega beðnir um að senda voruppgjörið að nýju þegar uppfærslan er komin inn.
Aðrir Fjárvísnotendur eru beðnir að hinkra með sendingu á voruppgjöri þar til þeir hafa lesið uppfærsluna inn.

Posted in BHS