Vegna dræmrar þátttöku á Fjárhúsbygginganámskeið hefur verið ákveðið að flytja það í Staðarflöt. Þeir sem hafa áhuga á að mæta geta skráð sig á endurmenntun@lbhi.is eða rhs@bondi.is fram til hádegis á fimmtudag 6. mars.
Á námskeiðinu verður farið yfir þær kröfur sem gerðar eru til aðbúnaðar sauðfjár og eftirlits. Ræddar verða kröfur og markmið við hönnun fjárhúsa svo sem varðandi ýmis stærðarmál og gerð innréttinga. Snert verður á ákvæðum byggingarreglugerða. Farið yfir vinnuframlag og kostnað við hirðingu miðað við mismunandi fóðrunartækni. Ávinningur af breytingum á fóðrunartækni ræddur og þættir er því fylgja svo sem áhrif á kröfur til heygæða og heymagns. Verkleg æfing þar sem gerð er rissteikning þar sem hægt er að vinna með eigið fjárhús.
Umsjón og kennsla: Sigurður Þór Guðmundsson
Tími: Fös. 7. mars kl. 10:00-17:30, (8 klukkustundir) Staðarflöt
Verð: 14.500.- Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Hægt er að sækja um styrk til niðurgreiðslu námskeiðsgjalds í Starfsmenntasjóð bænda.