Fjallað er um gripagreiðslur kúa í nýju fréttabréfi Ráðunautaþjónustunnar

Nýtt fréttabréf er komið út hjá Ráðunautaþjónustunni. Í því er ýmis fróðleikur. M.a. er fjallað nokkuð ítarlega um gripagreiðslur kúa en þær taka gildi frá og með 1. september næst komandi. Athygli er vakin á því að þeir bændur sem eiga rétt á gripagreiðslum en eru ekki handhafar greiðslumarks í mjólk þurfa að sækja sérstaklega um þær. Hægt er að nálgast eyðublaðið á skrifstofum RHS og eins líka hér á heimasíðunni undir liðnum Eyðublöð.

Þú getur sótt fréttabréfið með því að ýta hér

Posted in BHS