Félagsmálafræðsla á Blönduósi

Ungmennafélag Íslands, Bændasamtökin og Kvenfélagasamband Íslands bjóða félagsmönnum sínum félagsmálafræðslu með námskeiðum um allt land. Markmiðið með námskeiðinu er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur fá þjálfun í  ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðin eru öllum opin. Tekið er við skráningum í síma 568-2929 eða gudrun@umfi.is. Einnig eru upplýsingar á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is.

Dagana 18.-19. mars verður haldið námskeið í félagsmálafræðslu á Blönduósi.

Posted in BHS