Eldvarna- og skyndihjálparnámskeið

Haldið verður eldvarna og skyndihjálparnámskeið fyrir bændur. Farið verður í viðbrögð við slysum og fyrstu hjálp. Einnig farið yfir reglur um land­búnaðar­byggingar og eldvarnir og síðan verður verkleg kennsla í notkun slökkvitækja. Námskeiðið er haldið í samvinnu BHS og Brunavarna Austur Húnavatnssýslu. Til stendur að halda sambærileg námskeið í V-Hún og Ströndum og verða þau nánar auglýst síðar.

Kennarar verða Jóhann K. Jóhannsson Slökkviliðsstjóri og Þórður Pálsson ráðunautur og sjúkraflutningamaður. Námskeiðsgjald verður 3.000 kr. Skráning á rhs@bondi.is.
Staður og stund: Sjálfstæðissalurinn fös 25. feb. kl. 13-17

Posted in BHS