Á síðastliðnum vetri stóð hrossaræktendum til boða að láta taka DNA-sýni úr hrossum sínum. Nú liggur fyrir að Prokaria ehf, sem hefur séð um greiningu sýnanna, mun bjóða sömu kjör og voru síðastliðinn vetur fram til áramóta.
Gjaldskrá Ráðunautaþjónustunnar verður því óbreytt fram að áramótum og er svohljóðandi (tölur án vsk):
1. Greining á sýni er 1.600 kr.
2. Annar kostnaður (sýnaglös, efni og sendingarkostnaður) er 300 kr. á sýni.
2. Tímagjald sýnatökumanns er 2.800 kr./klst. Ekki verður innheimt fyrir akstur.
4. Ef þörf er á örmerkingu kostar það 1.200 kr. á hross fyrir utan tímagjald.
Einungis eru tekin sýni úr einsstaklingsmerktum og grunnskráðum hrossum svo að hafi þau skilyrði ekki verið uppfyllt áður mun sýnatökumaður örmerkja hrossin um leið og sýni vegna DNA-greiningar er tekið.
Hér er kjörið tækifæri fyrir hrossaræktendur að láta taka sýni úr folöldum sínum og öðrum hrossum sem ekki var tekið sýni úr síðastliðinn vetur. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst á skrifstofur RHS eða með tölvupósti á rhs@bondi.is og gefa jafnframt upp fjölda hrossa.