dk Búbót – uppgjör og skattframtal

Haldin verða uppgjörs- og framtalsnámskeið í dk Búbót á svæði RHS sem hér segir.

Sjálfstæðissalur, Blönduósi mán. 13. mars kl. 10:00-17:00
Staðarflöt þri. 14. mars kl. 10:00-17:00
Sævangur mið. 15. mars kl. 10:00-17:00

Þáttakendur eiga að koma með sína eigin tölvu og sitt eigið bókhald og vinna í því á námskeiðinu. Farið verður í helstu atriði varðandi ársuppgjör, gerð ársreiknings og skattframtals, flutning á stöðu milli bókhaldsára og gagnaflutning til Hagþjónustu landbúnaðarins. Leiðbeint verður um aðra verkliði eins og tími leyfir.
Því er mikilvægt að nýta tímann vel fram að námskeiði og vera búinn að færa öll gögn og stemma af reikninga.

Umsjón og kennsla: Guðrún Sigurjónsdóttir, rekstrarfræðingur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Skráning á skrifstofum RHS
Þáttökugjald: 3.000 kr

Posted in BHS