Byggingaþjónusta

Magnús Sigsteinsson forstöðumaður Byggingaþjónustu Bændasamtakanna var á ferð um Húnavatnssýslur og Strandir um mánaðarmót apríl – maí eins og auglýst var í fréttabréfi. Áhugi var mikill á að fá hann í heimsókn og fórum við á um 40 bæi. Bændur eru bæði að hugsa um nýbyggingar, stækkanir, breytingar á gjafaaðstöðu ofl. Á RHS svæðinu eru fyrirhugaðar byggingar bæði á nýjum fjósum, fjárhúsum, hesthúsum, vélaskemmum og ferðaþjónustuhúsum og er gott að það er hugur í mörgum bændum. Sauðfjárbændur eru margir hverjir að velta fyrir sér vinnuhagræðingu og þá að skoða þá möguleika sem þeir hafa varðandi gjafagrindur ofl. Teikningar eru til af ýmsum slíkum útfærslum og er þeim sem ekki fengu heimsókn um daginn en áhuga hafa á að skoða þessi mál bent á að hafa samband við Magnús Sigsteinsson hjá BÍ í síma 5630-300 GR

Posted in BHS