Byggðaþing á Hvanneyri

Landsbyggðin lifi boðar til Byggðaþings á Hvanneyri í samvinnu við Landbúnaðarháskólann, laugardaginn 9. júní, 2007, kl. 14-18

Ráðstefnustjóri: Magnús B. Jónsson, prófessor

5 stutt framsöguerindi:

1) Jafnrétti til náms um allt land: Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

2) Nýting landsins: Jónatan Hermannsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

3) Nytjar sjávarfangs og vatna, fjölbreytileiki í ferðaþjónustu: Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla.

4) Mikilvægi háhraðanets og upplýsingatækni fyrir allar byggðir: Jón Baldur Lórenz, forstöðumaður Tölvudeildar Bændasamtaka Íslands.

5) Þjóðlendumálið, staða þess og framhald: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grenivík

Reynt verður að gera fundinn að góðum umræðuvettvangi og svara spurningum um þessi mál og mörg önnur sem brenna á fólki í hinum dreifðu byggðum landsins, svo sem:
Samgöngumál, hlutverk sparisjóða og ríkis í eflingu byggða, samstaða milli þéttbýlis og dreifbýlis, hlutverk menningar og lista í eflingu byggðar, ferðamennska, atvinnulist á landsbyggðinni, mikilvægi alhliða grasrótarbaráttu og lifandi umræðu um byggðamálin

Pallborð verður í gangi mest allan þingtímann þar sem skiptast á framsöguerindi og fyrirspurna- og umræðutímar. Í pallborðinu munu sitja framsögumenn ásamt fleirum með sérþekkingu og taka þátt í lifandi og fræðandi umræðu með öðrum þátttakendum í byggðaþinginu.

Hátíðarsamkoma að hætti heimamanna um kvöldið, veisla, gamanmál og önnur skemmtiatriði, dans.

Frekari upplýsingar á heimasíðu Landsbyggðin lifi www.landlif.is

Sunnudaginn 10. júní, kl. 10-13 verður svo aðalfundur Landsbyggðin lifi með venjulegum aðalfundarstörfum, stjórnarkosningu, starfsáætlun o.s.frv.

Posted in BHS