Búrekstraráætlanir

Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin vinna saman að átaksverkefni um áætlanagerð í landbúnaði.
Verkefnið sem hefur vinnuheitið „markmiðstengdar búrekstraráætlanir“ hefur staðið yfir um nokkurt skeið og nýtur fjárstuðnings úr ríkissjóði samkvæmt búnaðarlagasamningi.
Meginmarkmið verkefnisins er að bæta afkomu í landbúnaði með aðstoð rekstrargreiningar og áætlanagerðar.

Verkefnið felur í sér einstaklingsráðgjöf sem lýtur að ýmsum rekstrarþáttum búsins. Gerð er rekstrargreining þar sem leitað er að veikum og sterkum hliðum í rekstrinum. Við slíka skoðun kemur oft í ljós ýmislegt sem betur mætti fara í rekstrinum eins og t.d. við áburðar- og kjarnfóðurnotkun. Út frá greiningunni fær bóndinn ráðgjöf um bættan rekstur og fær gerða búrekstraráætlun fyrir sig. Sjálf áætlunin getur verið mjög gott tæki fyrir bóndann til að hafa yfirsýn og um leið aðhald á rekstrinum. Rekstraráætlunin sýnir líka hve vel bóndinn er í stakk búinn til að greiða af núverandi skuldum og standa í hugsanlegum fjárfestingum í framtíðinni.

Hér er hægt að skoða lágmarkskröfur til áætlanagerðarinnar og drög að samningi milli bónda og búnaðarsambandsins.

Þeir bændur sem hafa einhvern áhuga á að taka þátt eru hvattir til að hafa samband á skrifstofuna á Blönduósi. Þórður og Kristján gefa frekari upplýsingar um verkefnið.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast rekstrargreiningar- og áætlunarforritið Búhag fyrir kúa- og sauðfjárbú.

 

Búhagur fyrir kúabú

Búhagur fyrir sauðfjárbú