Hér geta þeir sem urðu fyrir miklum uppskerubresti í sumar vegna kals eða þurrka nálgast umsókn vegna uppskerubrests af völdum kals eða bruna. Til að sækja um þarf bústofn og heyforði sumarsins að liggja fyrir og því er nauðsynlegt að búið sé að skila forðagæsluskýrslu. Á umsókninni þarf einnig að tiltaka upplýsingar um heyforða áranna 2010 og 2011, áburðarkaup áranna 2011 og 2012 og tiltaka heykaup og/eða leigu á túnum umfram hefðbundna heyöflun.