Bændafundir í næstu viku

Mánudaginn 16. nóvember í Tjarnarlundi kl. 20:30 (Strandir, Reykhólar og Dalir)
Miðvikudaginn 18. nóvember í Víðihlíð kl. 20:30 (A-Hún og V-Hún)

Bændafundir Bændasamtaka Íslands hefjast fimmtudaginn 5. nóvember með fundi í Hlíðarbæ. Á www.bondi.is má sjá töflu með dag- og staðsetningu allra funda.Fundirnir verða ekki jafn margir og oft hefur verið en það helgast ekki síst af því að bændafundir hafa verið óvanalega líflegir það sem af er ári. Skemmst er að minnast fundaferðar sem farin var til að kynna búvörusamninga, fundi í tengslum við Alþingiskosningar og auk þess hafa flest stærri búgreinarfélög haldið vel sótta fundi. Engu að síður er ástæða til að hvetja bændur til að mæta á bændafundina en þar munu forsvarsmenn Bændasamtakanna fara yfir hvað samtökin hafa verið að fást við hvað varðar hagsmunagæslu undnafarna mánuði.

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir að hann vilji nýta fundina til að heyra sjónarmið bænda. „Það er það langdýrmætasta sem við sækjum á þessa fundi. Þar leggja bændur sjálfir línurnar fyrir Bændasamtökin. Til að mynda var þátttaka Bændasamtakanna í Evrópusambandsumræðunni mótuð á af bændum sjálfum á bændafundum síðastliðið haust. Þess vegna er mjög mikilvægt að bændur mæti á fundina og láti í sér heyra varðandi þessi stóru mál sem við stöndum frammi fyrir. Það verður að fyrir gefa okkur það að við höfum ekki tök á að fara á alla hefðbundna fundarstaði okkar að þessu sinni en í stað þess leitum svolítið að nýjum fundarstöðum og vonumst til að þeir sem hafa ekki haft tök á að koma á fundi okkar fram að þessu hafi til þess tækifæri núna.“

Allir eru hvattir til að mæta!

Posted in BHS