Auglýsing frá Hrossaræktarsamtökum V-Hún

Góðar fréttir fyrir hrossaræktendur, stóðhesturinn Kramsi IS2002187806 frá Blesastöðum 1A verður til afnota í sumar á löngu gangmáli á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún. Kramsi er fjögurra vetra og með góð fyrstu verðlaun, hlaut á vorsýningu 8,15 í aðaleinkunn og þar af 8,23 fyrir hæfileika. Kramsi er undan fyrstu verðlauna foreldrunum Töfra frá Kjartansstöðum og Krás frá Húsatóftum. Hann er eitt af mörgum afkvæmum Töfra sem hafa komið til dóms í vor og hlotið fyrstu verðlaun. Reikna má með að Töfri fari í fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu.
Til þess að hryssueigendur geti komið hryssum sem fyrst undir Kramsa þá kemur hann norður fyrir Landsmót og verður í girðingu hjá Ingvari í Víðidalstungu í síma 8480003 og 4512779
Verð fyrir félagsmenn í Hrossaræktarsamtökunum er kr. 56.000 með öllu, utanfélagsmenn greiða kr. 61.000 með öllu.

Aðaleinkunn 8,15

Sköpulag 8,04

Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,0
Bak og lend 8,5
Samræmi 9.0
Fótagerð 7,5
Réttleiki 7,5
Hófar 8,0

Kostir 8,23

Tölt 8,5
Brokk 8,0
Skeið 7,0
Stökk 9,0
Vilji og geðslag 8,5
Fegurð í reið 8,5

Ættartré Kramsa IS2002187806
F. Töfri frá Kjartansstöðum
FF. Óður frá Brún
FM. Terna frá Kirkjubæ
M. Raun IS1992287943 frá Húsatóftum
MF. Vákur frá Brattholti
MM. Bryðja frá Húsatóftum

Posted in BHS