Síðari dagur – miðvikudagurinn 19. nóv: (ekki 27. nóvember eins og áður var auglýst)
Farið verður almennt í kynbótastarfið, ræktunaráherslur og markmið. Fjallað verður um þætti er varða frjósemi nautgripa og sæðingastarfsemina, auk þess verður farið yfir þær viðbætur sem orðið hafa á HUPPU frá fyrri námskeiðsdegi.
Leiðbeinendur: Magnús B. Jónsson og Sveinbjörn Eyjólfsson, BÍ.
Staðsetning og skráning:
Námskeiðið verður haldið í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi og stendur frá kl 10:00-17:00. Námskeiðið er opið öllum og viðkomandi að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig hjá búnaðarsambandinu og einnig hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í síma: 843 5302/ 433 5000 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is, minnst tveimur dögum fyrir dagsett námskeið. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang og sími.